12. júní 2024
Meðlimir sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Halldór Björnsson, , Auður Alfa Ólafsdóttir, Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Stefán Þór Eysteinsson, Bjarni Már Magnússon, Þorgerður María Þorbjarnardóttir og Helga Ögmundardóttir (varaflulltrúi)
Fundurinn var haldinn í Hannesarholti, Grundarstíg 10, kl. 12:15 – 16:00.
Áherslur í starfi ráðsins
Meðlimir ráðsins kynntu sig með því að fara yfir sinn bakgrunn, þekkingu og reynslu í ljósi eftirfarandi hæfniviðmiða sem tilgreind eru í reglugerð um Loftslagsráð:
- Loftslagsréttur, stjórnsýsla og stefnumótun
- Loftslagsvísindi, áhættugreining og náttúruvá
- Skipulag og landnýting
- Hagrænar og samfélagslegar greiningar
- Smfélagsbreytingar og réttlát umskipti
- Líffræðileg fjölbreytni, kolefnishringrás lands og vistkerfisþjónusta
- Nýsköpun og tækniþróun
- Orkumál í samhengi orkuskipta og kolefnishlutleysis
Síðan lýstu þeir sýn sinni á áherslur í starfi ráðsins næstu fjögur árin einkum á næsta starfsári. Samtalið mun halda áfram á vinnufundi ráðsins þar sem leitast verður við að móta áherslur og forgangsröðun á komandi mánuðum. Stefnt er að því að halda næsta fund 28. ágúst.