Loftslagsráð

Halldór Þorgeirsson

Halldór Þorgeirsson

Formaður Loftslagsráðs

Halldór er formaður Loftslagsráðs, skipaður af ráðherra án tilnefningar. Hann hefur áratuga reynslu af stefnumörkun í loftslagsmálum, bæði sem skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu og sem yfirmaður stefnumörkunar hjá Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann hélt utan um samninga um Parísarsamninginn. Áður var hann brautryðjandi í rannsóknum á kolefnisbúskap íslenskra skógarvistkerfa.

Brynhildur Davíðsdóttir

Brynhildur Davíðsdóttir

Varaformaður Loftslagsráðs

Brynhildur er varaformaður Loftslagsráðs, skipuð af ráðherra án tilnefningar. Brynhildur er prófessor í Umhverfis- og auðlindafræði við HÍ.

Anna Sigurveig Ragnarsdóttir

Anna Sigurveig Ragnarsdóttir

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs

Anna Sigurveig er framkvæmdastjóri Loftslagsráðs og stýrir skrifstofu þess. Hún hefur starfað við loftslagsmál um árabil m.a. hjá Umhverfisstofnun og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þar sem hún m.a. hélt utan um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og var fulltrúi í samninganefnd Íslands g.v. loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Síðastliðinn vetur dvaldi hún sem Policy Leader Fellow við European University Institute í Flórens.

Halldór Björnsson

Halldór Björnsson

Halldór er skipaður af ráðherra án tilnefningar. Halldór er fagstjóri veðurs og loftslags. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, hafffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði. Halldór hefur í þrígang stýrt vísindanefnd um loftslagsbreytingar og tekur þátt í starfi IPCC.

Helga Jóhanna Bjarnadóttir

Helga Jóhanna Bjarnadóttir

Helga er tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins. Helga er sviðsstjóri samfélagssviðs EFLU og er efna- og umhverfisverkfræðingur að mennt. Hún hefur áratuga reynslu af ráðgjöf á sviði umhverfis- og loftslagsmála fyrir fyritæki, sveitarfélög og aðra opinbera aðila. Helga hefur verið brautryðjandi hérlendis á sviði útreikninga á kolefnisspori fyrir vörur og þjónustu.

Stefán Þór Eysteinsson

Stefán Þór Eysteinsson

Stefán er tilnefndur af Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Stefán starfar sem fagstjóri hjá Matís á sviði Lífmassa og Mælinga þar sem hann hefur starfað við rannsóknir í matvælaiðnaði í um áratug.

Auður Alfa Ólafsdóttir

Auður Alfa Ólafsdóttir

Auður Alfa Ólafsdóttir er tilnefnd af heildarsamtökum launþega. Auður Alfa starfar sem sérfræðingur í umhverfismálum og réttlátum umskiptum hjá Alþýðusambandi Íslands. Hún leiðir stefnumótun sambandsins í málaflokknum og greiningar sem snúa m.a. að áhrifum loftslagsbreytinga og loftslagsaðgerða á vinnumarkað, velferð og lífskjör og hvernig samræma megi loftslagsaðgerðir og markmið um afkomuöryggi og góð lífskjör.

Bjarni Már Magnússon

Bjarni Már Magnússon

Bjarni er tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins. Bjarni er prófessor og deildarforseti við lagadeild Háskólans á Bifröst. Hann hefur einkum stundað rannsóknir á sviði hafréttar.

Bjarni Diðrik Sigurðsson

Bjarni Diðrik Sigurðsson

Bjarni Diðrik er tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins. Bjarni Diðrik er prófessor og deildarforseti við Náttúru- og skógadeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur einkum stundað rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga og breyttrar landnýtingar á náttúruleg og ræktuð þurrlendisvistkerfi Íslands og annarra norðurslóða. Hann hefur í þrígang átt sæti í Vísindanefnd um loftslagsbreytingar.

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Þorgerður er tilnefnd af náttúruverndarsamtökum og er jafnframt formaður Landverndar. Hún er jarðfræðingur að mennt ásamt því að hafa lokið við meistaragráðu í leiðtogafræðum tengdum náttúruvernd frá Háskólanum í Cambridge.

Helga Ögmundardóttir

Helga Ögmundardóttir

Varafulltrúi

Helga er varamaður í Loftslagsráði, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins. Hún er umhverfismannfræðingur og stundar rannsóknir á því sviði. Dósent í mannfræði við Háskóla Íslands. Sat í vísindanefnd um loftslagsbreytingar á Íslandi sem skilaði skýrslu 2023.

Ingibjörg Svala Jónsdóttir

Ingibjörg Svala Jónsdóttir

Varafulltrúi

Ingibjörg Svala er varamaður í Loftslagsráði, tillnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins. Hún er prófessor í vistfræði vð Háskóla Íslands og hefur rannsakað áhrif loftslagsbreytinga og landnýtingar á gróður, vistkerfi og líffræðilega fjölbreytni með áherslu á norðurslóðir í yfir 30 ár.