25. maí 2023
Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Aðalheiður Snæbjarnarsdóttir, Auður Alfa Ólafsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Smári Jónas Lúðvíksson, Guðmundur Þorbjörnsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Tinna Hallgrímsdóttir og Valur Klemensson.
Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, kl. 14:00-16:00.
Þórunn Wolfram framkvæmdastjóri skráði fundargerð.
Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð 67. var samþykkt.
Ákall um heildstæða og markvissa loftslagsstefnu
Umræður voru um fyrirliggjandi fyrstu drög að lokaáliti ráðsins og áframhaldandi vinnu við frágang þess. Einnig var rætt um greinargerðina sem liggur að baki lokaáliti ráðsins. Ákveðið að skrifstofan ljúki við gerð og útgáfu greinargerðarinnar þar sem hún byggir á áður útgefnu efni ráðsins. Drög að lokaáliti Loftslagsráðs verða hinsvegar unnin áfram af ráðinu og skrifstofu þess fram að næsta fundi þar sem þau verða tekin til efnislegrar meðferðar og lokasamþykktar.
Önnur mál og næsti fundur
Engin önnur mál lágu fyrir fundinum. Næsti fundur er áætlaður þann 15. júní nk. kl 12:00-16:00