9. júní 2022
Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Valur Klemensson, Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Auður Alfa Ólafsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Sigurður Loftur Thorlacius, Smári Jónas Lúðvíksson og Steingrímur Jónsson.
Gestur fundarins: undir lið 2 var Hrafnhildur Bragadóttir, lögfræðingur.
Fundurinn var haldinn í húsnæði Reykjavíkurborgar, Borgartúni 14 kl. 13.00 – 16.00. Guðný Káradóttir verkefnastjóri skráði fundargerð.
Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð 54. fundar var samþykkt.
Gagnsæi í loftslagshagstjórn
Fyrir fundinum lágu lokadrög af samantekt sem byggir á greiningu á samspili ríkisfjármála og loftslagsmála en ráðist var í greininguna til að ná yfirsýn yfir þá þætti ríkisfjármálanna sem hafa sérstaka þýðingu og áhrif á árangur af loftslagsaðgerðum. Tilgangurinn er að stuðla að gagnsæi varðandi ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða og stuðla að samstillingu stefnumörkunar í ríkisfjármálum við stefnumið þjóðarinnar í loftslagsmálum. Yfirskrift greiningarinnar er Opinber fjármál og loftslagsmál. Brynhildur Davíðsdóttir varaformaður, sem leiddi þessa vinnu í ráðinu, kynnti lokadrögin og í kjölfarið voru umræður. Samantektin var samþykkt og ákveðið að birta hana opinberlega eftir 20. júní nk.
Viðbrögð Loftslagsráðs við matsskýrslu þriðja vinnuhóps IPCC
Fyrir fundinum lágu uppfærð drög að áliti um viðbrögð Loftslagsráðs við matsskýrslu IPPC, en upphafleg drög voru lögð fyrir 54. fund ráðsins þann 19. maí sl. Umræður voru um álitið og gerðar á því breytingar. Álitið var samþykkt og ákveðið að senda það til ráðherranefndar um loftslagsmál.
Önnur mál
Formaður sagði frá því að auglýst verður eftir nýjum starfsmanni Loftslagsráðs á næstunni. Þá var einnig rætt um upphaf næsta starfsárs sem mun hefjast að venju með vinnufundi til að meta stöðuna og leggja línurnar fyrir komandi starfsár. Fundurinn verður þann 18. ágúst nk.
Sagt var frá fyrirhugaðri málefnavinnu um millilandasamgöngur sem Loftslagsráð mun leiða innan International Climate Councils Network (ICCN) sem er alþjóðlegt samstarfsnet loftslagsráða
Þá kváðu sér hljóðs tveir fulltrúar sem munu ganga úr ráðinu á næstunni þau Sigurður Loftur Thorlacius fulltrúi ungs fólks og Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir annar fulltrúi háskólasamfélagsins. Þeim var þakkað samstarfið á liðnum árum og góð störf í ráðinu. Þá þakkaði Guðný Káradóttir verkefnastjóri fulltrúum fyrir samstarfið en hún mun láta af störfum þann 30. júní nk. Henni voru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.