16. janúar 2019
Mætt: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Pétur Reimarsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Sigurður Eyþórsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Jóhanna Harpa Árnadóttir. Steingrímur Jónsson sótti fundinn í fjarfundarbúnaði.
Forföll boðaði Sigurður Ingi Friðleifsson.
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir starfsmaður ráðsins sat fundinn og ritaði fundargerð.
Fundargerðir og gögn ráðsins
- Fundargerðir og birting þeirra á vefsvæði ráðsins.
- Unnið er að uppsetningu á vefsvæði ráðsins og verða fundargerðir birtar þar. Fundargerðir fyrstu fjögurra funda verða sendar ráðinu til samþykktar og birtar á vefnum. Drög að fundargerð 5. fundar ráðsins voru send fulltrúum fyrir fundinn. Drögin voru samþykkt án athugasemda.
- Vinnusvæði loftslagsráðs á TEAMS
- Samþykkt að nota Microsoft Teams sem vinnusvæði til að auðvelda fulltrúum í ráðinu aðgengi að gögnum sem tengjast starfinu og draga úr flæði tölvupósta.
Aðlögunaráætlun
- Umfang, eðli, stjórnskipulag og innihald aðlögunaráætlunar.
- Framhald var á umræðum loftslagsráðs um aðlögun sem fór fram á 3. og 4 fundi ráðsins.
- Ráðið var sammála um að rannsóknar og vöktunarþátturinn er gríðarlega mikilvægur en aðgerðaráætlun þarf að ganga lengra og undirbyggja viðbrögð þjóðfélagsins við loftslagsbreytingum.
- Ráðið telur þörf á að taka tíma í uppbyggingu á þekkingu til að auka skilning á hugtökum, vinnubrögðum og aðferðarfræði er tengjast áætlun um aðlögun.
Næstu skref
- Loftslagsráð ræðir hugmyndir um hvað væri hægt að gera fram á vorið, þörf á að byggja upp færni m.a. með málþingi, með þeim formerkjum að auka skilning, læra af reynslu annarra þjóða, auka færni og samtal innan samfélagsins.
- Unnið verður áfram með hugmyndirnar og stefnt að því að leggja fram tillögu á næsta fundi ráðsins.
Kynning ráðuneytisins á endurskoðun á lögum og reglugerðum er varða loftslagsmál
- Lög um loftslagsmál.
- Helga Jónsdóttir – lögfræðingur á skrifstofu hafs, vatns og loftslags kynnti stöðuna á endurskoðun á lögum um loftslagsmál.
- Regluverk ESB, LULUCF, Effort Sharing, Governance og ETS
- Hugi Ólafsson – skrifstofustjóri á sviði hafs, vatns og loftslags kynnti regluverk ESB og stöðuna í samningaviðræðum við Evrópusambandið um sameiginlegt markmið.
Undirbúningur næstu funda
- Fundarröð fram á vorið.
- Mótun annarra þátta starfsáætlunar Staða verkefna ráðsins rædd. Dagskrárliðir einstakra funda.
- Landnýting og binding verði tekin fyrir næsta fundi.
- Kolefnishlutleysi verði tekið til umfjöllunar sem fyrst.
- Málþing, vinnustofa og etv. fleira tengt aðlögun verði rætt betur á næsta fundi. Drög að starfsáætlun verði sett fram á næsta fundi.
Önnur mál
Álit loftslagsráðs um stjórnsýslu loftslagsmála.
- Loftslagsráð afhenti umhverfisráðherra álit um stjórnsýslu loftslagsmála í desember.
- Ráðherra er sáttur við þetta fyrsta skref en óskaði eftir því að útfærði greininguna og tillögur frekar í málinu með það að markmiði að skila lokatillögum á vormánuðum.
- rúnaði á skjalinu hefur verið aflétt og hægt verður að nýta það til viðræðna við forystufólk í kerfinu sem er grundvöllur frekari vinnu ráðsins hvað varðar stjórnsýslu loftslagsmála.
- Ráðherra leggur áherslu að við fjöllum um aðlögunar og kolefnishlutleysi næstu mánuði.
- Hvað varðar Loftslagssjóð, er ráðherra sammála tillögum ráðsins um aðkomu Rannís og ráðuneytið stefnir á að hefja viðræður við Rannís fljótlega.
Fundi slitið kl 16.00.