Hoppa yfir valmynd

Staðan eftir Loftslagsráðstefnuna COP27

Loftslagsráð hefur lagt mat á stöðuna í loftslagsmálum í kjölfar COP27 til að upplýsa og auka meðvitun hér á landi um mikilvægi alþjóðlegrar samstillingar og samstarfs. Einnig er vikið að stöðu Íslands í þessu samhengi.

Meginatriði:

  • Samþykkt um stofnun alþjóðlegs loftslagshamfarasjóðs er fagnaðarefni, en útfærslan er óljós.

  • Mikilvægt er að markmiðið um að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C sé enn virt, en aukinn þrýstingur á að gefa þá markalínu eftir er áhyggjuefni.

  • Kröfur um að draga hratt úr notkun olíu og gass en ekki bara kola, líkt og samþykkt var á COP26 í Glasgow, hafa aukist til muna. Fyrirstaðan er þó enn öflug.

  • Vísbendingar eru um að veldisvöxtur í notkun hreinna orkugjafa sé að hefjast, sem veitir von.

  • Sérstök ástæða er til að fagna ályktun um að ungt fólk skuli í auknum mæli haft með í ráðum.

  • Íslensk stjórnvöld verða að taka sig á, eigi Ísland að ná settum loftslagsmarkmiðum.

Stöðumatið í heild

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar