Hoppa yfir valmynd

Efst á baugi í loftslagsmálum

  • Uppgjör Loftslagsráðs19. júní 2023
    Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör Loftslagsráðs.
  • Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í lok þessa árs verður í fyrsta skipti kynnt svokallað stöðumat heimsins, eða global stock take. Stöðumatinu er ætlað að gefa nákvæma mynd af því hvar þjóðir veraldar eru staddar þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum, í samræmi við ákvæði Parísarsamningsins. Það er hugsað sem kortlagning á stöðunni eins og hún er en líka sem leið til þess að meta hvar árangur hafi helst náðst og hvar þurfi að bretta upp ermar. Á grunni slíkra upplýsingar verður hægt að varða betur leiðina í átt að meiri árangri.
  • Samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar hafa jöklar á Suðurskautslandinu og á Grænlandi bráðnað mun hraðar á undanförnum áratugum en áður var talið. Árleg bráðnun jöklanna hefur sexfaldast frá 1992 og sjö verstu árin hvað varðar jöklabráðnun eru öll innan síðasta áratugar.
  • Samkvæmt nýjum spágögnum frá Alþjóðaveðurfræði- stofnuninni (WMO) hafa líkurnar aukist allverulega á því að hnattræn hlýnun fari yfir 1,5 gráðu mörkin, miðað við hitastig fyrir iðnbyltingu, innan næstu fjögurra ára. Því er ekki spáð að hitinn muni að þessu sinni fara varanlega yfir 1,5 gráðu mörkin, heldur verði um afmarkað tímaskeið að ræða, og jafnvel fleiri en eitt því tíðni slíkra tímaskeiða gæti líka aukist.
  • Um 100 vísindamenn og erindrekar frá ýmsum alþjóðastofnunum sem aðsetur eiga í Genf komu nýverið saman og hlýddu m.a. á kynningu frá Alþjóðaveðurfræði- stofnuninni (WMO) um nauðsyn þess að koma upp á allra næstu árum víðtæku neti mælitækja út um allan heim til þess að kortleggja losun og bindingu gróðurhúsaloft- tegunda, með mun ýtarlegri hætti en nú er gert.
  • Með því að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og að því sé gert kleift að beita nýrri tækni og höndla nýjar áskoranir er hægt að auka líkurnar á því að loftslagsaðgerðir skili árangri til langs tíma. Þessa ályktun má draga af nýrri skýrslu UN Climate Change - stofnunar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
  • Alls hafa 93 lönd í heiminum, samkvæmt Climatewatch, lýst því yfir formlega að þau stefni að kolefnishlutleysi. Ísland er á meðal þeirra tuttugu landa sem hafa bundið slíkt markmið í lög, en Ísland skal verða orðið kolefnishlutlaust samkvæmt lögum árið 2040. En hafa einhver ríki náð þessum áfanga nú þegar? Og eru jafnvel einhver með minni en enga kolefnislosun? Með öðrum orðum: Binda einhver lönd meira kolefni en þau losa?
  • Meðalyfirborðshiti sjávar á jörðinni hefur aldrei mælst jafnhár og nú í apríl, eða 21,1 gráða. Þar með hefur metið verið slegið frá því í mars 2016, en þá mældist hitinn 21 gráða. Mælingar undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að hitastig sjávar hefur hækkað jafnt og þétt frá 1980. Hlýnun hafsins eykur mjög líkur á öfgum í veðurfari og getur haft margvísleg skaðleg áhrif á vistkerfi og fæðukeðjur, auk þess sem sjávarmál hækkar m.a. vegna þensluáhrifa hitans.
  • Umhverfisstofnun hefur nú birt hina árlegu landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt henni var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi um 14,1 milljón tonn af CO2-ígildum árið 2021. Það þýðir að losun jókst á milli áranna 2020 og 2021, og hún hefur aukist um 6% síðan árið 1990.
  • Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur nú verið kynnt. Hún hefur að geyma áætlun um þróun ríkisútgjalda og tekna, og þar eru lagðar á borðið þær áherslur sem einkenna skulu umsvif hin opinbera á komandi árum. Áætlunin er byggð á spálíkönum sem notuð eru til þess að meta hver hagþróun næstu ára verður að gefnum ákveðnum forsendum og hvernig hún getur breyst. Nálgun við gerð slíkra spálíkana í nágrannaríkjunum hefur tekið breytingum á undarförnum árum vegna loftslagsvár. Slíkar breytingar hafa ekki átt sér stað hér á landi. Æ fleiri lönd hafa áttað sig á nauðsyn þess að taka þarf áhrif loftslagsvár á grunnforsendurnar með í reikninginn í hagspám.
  • Draga þarf úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda í heiminum um helming fyrir árið 2030, eða innan sjö ára. Að öðrum kosti mun líf á jörðu verða fyrir óbætanlegum áhrifum sem vara munu næstu árhundruðin, jafnvel árþúsundin. Nú er svo komið að hvert gráðubrot í hlýnun hefur stigmagnandi áhrif á veður, uppskeru og lífsskilyrði milljóna manna um allan heim. Þetta kemur fram í samantekt sjöttu matsskýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC), sem kynnt var nú í upphafi vikunnar.
  • Ísland er gott dæmi um það hvernig markmið í loftslagsmálum eru jafnframt markmið um vernd og endurheimt lífríkis. Eitt mikilvægasta markmið Íslands í loftslagsmálum, og hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda, er að endurheimta röskuð vistkerfi, einkum náttúruskóga og votlendi. Eyðing birkiskóga og votlendis á Íslandi hefur aukið magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti. Endurheimt þessara vistkerfa er því ekki bara markmið um að endurheimta líffræðilega fjölbreytni, heldur líka skýrt loftslagsmarkmið.
  • Breska hljómsveitin Coldplay er nú á tónleikaferð um heiminn. Af sjónarhóli umhverfismála er ferðalagið athyglisvert. Hljómsveitarmeðlimir hafa lýst því yfir að öll umhverfisáhrif af túrnum verði eins lítil og frekast er unnt. Hann á að vera kolefnishlutlaus. Hvað þýðir það í raun og veru?
  • „Hækkandi sjávarstaða er ekki aðeins ógn í sjálfu sér, heldur er hún ógnarauki“ sagði Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna á fundi Öryggisráðs Sþ þann 14. febrúar sl. þegar ráðið kom saman að ræða sérstaklega ógnina sem mannkyni stafar af loftslagsvánni. Umræðan í Öryggisráðinu vekur væntingar um að loftslagsmálin séu að ná eyrum fleiri innan mikilvægra alþjóðastofnana og annars staðar og styrkari grundvöllur sé þar með að skapast fyrir meira afgerandi aðgerðum vegna loftslagsvánnar. En hver er staða þessarar umræðu hér á landi?
  • Sú var tíð að skoðanir eða skoðanaleysi áhrifafólks í fjármálaheiminum á umhverfismálum þóttu ekki skipta miklu máli, en nú er öldin önnur. Það verður sífellt augljósara að stefnumörkun alþjóðafjármála stofnanna, áherslur í hagstjórn þjóðríkja og meðferð opinberra fjármuna hefur lykiláhrif á það hvort raunverulegur árangur getur náðst í viðureigninni við útblástur gróðurhúsaloftegunda.
  • Ný könnun um viðhorf Íslendinga til loftslagsmála sýnir svo ekki verður um villst að Íslendingar hafa vaxandi áhyggjur af loftslagsmálum. Íbúar landsins eru reiðubúnir til að styðja afgerandi aðgerðir til að sporna gegn hamfarahlýnun.
  • Loftslagsráð hefur lagt mat á stöðuna í loftslagsmálum í kjölfar COP27 til að upplýsa og auka meðvitun hér á landi um mikilvægi alþjóðlegrar samstillingar og samstarfs. Einnig er vikið að stöðu Íslands í þessu samhengi.
  • Loftslagsráð hefur gefið út greinargerðina Opinber fjármál og loftslagsmál. Um er að ræða kortlagningu á þeim þætti ríkisfjármálanna sem hafa sérstaka þýðingu fyrir loftslagsmál.
  • Í ræðunni fjallaði Halldór Þorgeirsson formaður ráðsins m.a. um ábyrgð þjóðríkja og nauðsyn þess að viðbrögð við loftslagsvá hafi réttlæti, samstöðu, seiglu og nýsköpun að leiðarljósi.
  • Loftslagsráð sendir frá sér álit í tilefni af viðvörun IPCC. Loftslagsráð ítrekar fyrri áskorun til íslenskra stjórnvalda um að framfylgja af mun meiri festu þeim ákvörðunum sem þegar hafa verið teknar og hraða frekari stefnubreytingum og aðgerðum í loftslagsmálum.
  • Hópurinn leggur mat á hvaða leiðir eru færar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hvernig samfélög geta tekist á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Áður höfðu vinnuhópur 1 og vinnuhópur 2 birt sínar matsskýrslur.
  • Loftslagsráð stóð fyrir viðburði þann 14. mars sl., Samtal og sókn í loftslagsmálum, og beindi sjónum að losun frá millilandasamgöngum og vegferð í átt að kolefnishlutleysi.
  • Millilandasamgöngur skipta Ísland miklu máli. Greiðar flutningaleiðir um loft og haf eru grundvöllur að hagsæld og lífsgæðum landsmanna. Hvernig vörðum við vegferðina að kolefnishlutleysi í þessum geira?
  • Skýrsla vinnuhóps 2 í sjöttu matskýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hefur verið birt. Hún dregur skýrt fram mikilvægi þess að samfélög um heim allan grípi til aðgerða til að sporna við loftslagsbreytingum
  • Hvað er IPCC? Hvers vegna eru matsskýrslur IPCC mikilvægar? Gunnar Dofri Ólafsson ræðir hér við Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs um IPCC og hvers vegna matsskýrslur þeirra eru mikilvægar en þær draga saman alla þá vísindalegu þekkingu sem til er um loftslagsbreytingar. Skýrslurnar veita mikilvæga leiðsögn fyrir stefnumörkun bæði á alþjóðavettvangi og á einstökum svæðum.
  • Starf IPCC er mikilvægur grunnur fyrir alþjóðlegar samningaviðræður um aðgerðir til að bregðast við þeirri sameiginlegu ógn sem ríki heims standa frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Skýrslur nefndarinnar veita mikilvæga leiðsögn fyrir stefnumörkun bæði á alþjóðavettvangi og á einstökum svæðum.
  • Í kjölfar Parísarsamningsins og innleiðingar á nýrri Evrópulöggjöf um losun gróðurhúsalofttegunda frá landi aukast kröfur um nákvæmni gagna og mælinga sem losunarbókhald byggist á. Tilgangur samantektar sem Loftslagsráð fékk VSÓ ráðgjöf til að vinna í samstarfi við ráðið er að varpa ljósi á það hvernig rannsóknir og vöktun á losun frá landi hérlendis mæta kröfum fyrir loftslagsbókhald í alþjóðasamningum á næsta áratug.
  • Loftslagsráði ber samkvæmt lögum að rýna áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál. Ráðið lauk við að rýna fyrstu stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á fundi sínum 9. desember sl.
  • Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs og Gunnar Dofri Ólafsson ræða í þessum 3. viðtalsþætti sem Loftslagsráð sendir frá sér, um samningingaviðræðurnar í Glasgow og hvaða áhrif ráðstefnan muni hafa.
  • Í þessum 2. þætti er rætt um opnun þingsins sem fram fór sunnudaginn 31. október, leiðtogafundinn á mánudag og þriðjudag og þemadaga sem hófust á miðvikudag með umræðu umumskipti í fjármálakerfi heimsins sem og um alþjóðlegt net loftslagsráða.
  • Loftslagsráð er stofnaðili að alþjóðlegu neti loftslagsráða (ICCN) sem stofnað er í dag 1. nóvember á COP26 í Glasgow. ICCN sendir leiðtogum heims yfirlýsingu og hvetur til þess að stofna loftslagsráð sem víðast. Áhersla þeirra er á að styðja leiðtoga í að standa við Parísarsamninginn.
  • Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, verður haldin dagna 31. október til 12. nóvember í Glasgow. Væntingar eru um að með ráðstefnunni takist að endurreisa traust á sameiginlegar alþjóðlegar aðgerðir í loftslagsmálum. Loftslagsráð færir heim fréttir af ráðstefnunni.
  • Orkuspárnefnd Orkustofnunar hefur gefið út nýja eldsneytisspá fyrir tímabilið 2021-2060. Í áliti sem Loftslagsráð sendi frá sér á síðasta ári var bent á veikleika í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum vegna þess að spár um losun í fyrri eldsneytisspá frá 2016 væru úreltar í mikilvægum atriðum.
  • Nú blása UU til þriggja upplýsingafunda á komandi vikum í ljósi stöðu loftslagsmála í heiminum. Fundirnir verða 20. ágúst, 4. september og 22. október. Þeim til halds og traust verða þrír sérfræðingar í loftslagsmálum og sjálfbærni ásamt gestum.
  • Loftslagsbreytingar eru að gerast og þær eru af mannavöldum. Verði ekki gripið til mikils samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda mun viðmiðum Parísarsamkomulagsins ekki verða náð. Stöðva þarf losun svo hlýnun jarðar stöðvist.
  • Öflug þekking og vísindaráðgjöf er mikilvæg til að bæta stefnumótun og ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Loftslagsráð og Stofnun Sæmundar fróða standa að greiningu á stöðunni sem komin er út undir heitinu Þekking í þágu loftslagsmála.
  • Í samtali við sjávarútveg þann 2. júní sl. var leitast við að varpa ljósi á losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi, ástæður fyrir samdrætti á síðustu árum skoðaðar og rætt hvernig auka megi metnað í loftslagsmálum.Margar áhugaverðar og raunhæfar lausnir komu fram um hvernig megi draga úr losun til skemmri og lengri tíma.
  • Loftslagsráð býður aðilum úr sjávarútvegi til samtals og sóknar í loftslagsmálum miðvikudaginn 2. júní kl. 13-14. Markmiðið er að varpa ljósi á sóknarfæri sem felast í krefjandi markmiðssetningu og loftslagsvænum fjárfestingum.
  • Stofnuð hefur verið tækninefnd undir hatti Staðlaráðs sem í munu sitja fulltrúar hagaðila; fyrirtækja, samtaka, stofnana og stjórnvalda og verkefnisstjórn. Hún mun rýna staðla og viðmið um ábyrga kolefnisjöfnun
  • Þörf er á að bregðast hratt við en með langtíma hugsun að leiðarljósi. Sjálfbærni er sjálfsögð. Þörf er á fræðslu. Samvinna er skilyrði.
  • Skrifstofan, sem verður á Veðurstofu Íslands, er sameiginlegur vettvangur háskólasamfélagsins, Rannís, fagstofnana og hagaðila. Þetta var tilkynnt á ársfundi Veðurstofunnar.
  • Loftslagsráð býður til samtals og sóknar í loftslagsmálum miðvikudaginn 5. maí kl. 13.
  • Veðurstofa Íslands vekur athygli á alvarlegu ástandi loftslags jarðar sem lýst er í skýrslu Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar (WMO)
  • Ulla Blatt Bendtsen, yfirmaður alþjóðatengsla hjá danska loftslagsráðinu, Klimarådet, hélt fyrirlestur og síðan fóru fram umræður milli hennar og meðlima í Loftslagsráði.
  • Rýnt verður í fyrirkomulag og reynslu Dana í stjórnun loftslagsmála. Kynning frá Ullu Blatt Jensen, yfirmanni alþjóðatengsla hjá danska loftslagsráðinu, spurningar frá fulltrúum í Loftslagsráði og umræður.
  • Staðlaráð og Loftslagsráð buðu hagaðilum til þátttöku í vinnustofu sem felur í sér samráð um ábyrga kolefnisjöfnun á Íslandi.
  • Loftslagsráð og breska sendiráðið á Íslandi buðu ungum Íslendingum sem starfa á alþjóðavettvangi að hringborði til að deila reynslu sinni og sýn á alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum.
  • Mánudaginn 15. febrúar kl. 15 til 16 halda Loftslagsráð og sendiráð Bretlands viðburð þar sem ungt fólk verður í forgrunni. Með viðburðinum er ætlað að vekja ungt fólk til umhugsunar um hvernig loftslags- og alþjóðamál tvinnast saman, fræða og miðla þekkingu á umfjöllunarefninu.
  • Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar var hald­inn föstu­dag­inn 27. nóv­em­ber. Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs flutti erindi á fundinum undir yfirskriftinni "Loftslagsmálin eru hópíþrótt og liðsandinn skiptir máli".
  • Loftslagsráð og sendiráð Bretlands á Íslandi héldu málfund 10. nóvember sl. undir yfirskriftinni "Loftslagsvænar framfarir í kjölfar COVID-19 - markviss samvinna og kapphlaup við tímann. Tilgangur fundarins var að hvetja til samstöðu og ábyrgðar í viðbrögðum við loftslagsvá og kynna næstu loftslagsráðstefnu SÞ (COP26). Þar koma ríki heims saman til að efla samtakamátt og metnað í loftslagsmálum.
  • Dagana 9.-19. nóvember verður fyrirlestrarröðin Race-to-Zero haldin fyrir tilstilli UNFCCC. Fjallað verður um hvernig er hægt að virkja fyrirtæki, borgir, fjárfesta, einstök svæði og fleiri aðila til að setja sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum.
  • Ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvæg en vandmeðfarin. Loftslagsráð hefur sent frá sér álit um ábyrga kolefnisjöfnun. Í áliti ráðsins kemur fram m.a. að ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvægur þáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi.
  • Loftslagsráð og sendiráð Bretlands á Íslandi bjóða til málfundar um loftslagsmál þriðjudaginn 10. nóvember kl. 14:30 til 16:00 í beinu streymi á netinu. Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum.
  • Á fundi Loftslagsráðs 29. apríl 2020 var samþykkt álit um fyrirliggjandi drög að endurskoðun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.
  • Hvernig ætlar íslenskt samfélag að búa sig undir nýjan veruleika í grænu hagkerfi?
  • Loftslagsráð hefur fjallað um kolefnishlutleysi og tekið saman umræðuplagg um
  • Loftslagsráð lét vinna umræðuplagg um kolefnisjöfnun og innviði kolefnisjöfnunar sem nú hefur verið gefið út.
  • Út er komin umræðuskýrsla um aðlögun vegna loftslagsvár í ljósi stefnumótunar og stjórnarhátta. Þar eru settar fram hugmyndir og tillögur sem ætl
  • Markmið ráðstefnunnar, sem haldin var 19. maí, var að kalla fram viðbrögð við fyrirsjáanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga í þeim tilgangi að auka hæfni samfélagsins til að takast á við þær.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar