Hoppa yfir valmynd

Efst á baugi í loftslagsmálum

 • Í kjölfar Parísarsamningsins og innleiðingar á nýrri Evrópulöggjöf um losun gróðurhúsalofttegunda frá landi aukast kröfur um nákvæmni gagna og mælinga sem losunarbókhald byggist á. Tilgangur samantektar sem Loftslagsráð fékk VSÓ ráðgjöf til að vinna í samstarfi við ráðið er að varpa ljósi á það hvernig rannsóknir og vöktun á losun frá landi hérlendis mæta kröfum fyrir loftslagsbókhald í alþjóðasamningum á næsta áratug.
 • Loftslagsráði ber samkvæmt lögum að rýna áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál. Ráðið lauk við að rýna fyrstu stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á fundi sínum 9. desember sl.
 • Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs og Gunnar Dofri Ólafsson ræða í þessum 3. viðtalsþætti sem Loftslagsráð sendir frá sér, um samningingaviðræðurnar í Glasgow og hvaða áhrif ráðstefnan muni hafa.
 • Í þessum 2. þætti er rætt um opnun þingsins sem fram fór sunnudaginn 31. október, leiðtogafundinn á mánudag og þriðjudag og þemadaga sem hófust á miðvikudag með umræðu umumskipti í fjármálakerfi heimsins sem og um alþjóðlegt net loftslagsráða.
 • Loftslagsráð er stofnaðili að alþjóðlegu neti loftslagsráða (ICCN) sem stofnað er í dag 1. nóvember á COP26 í Glasgow. ICCN sendir leiðtogum heims yfirlýsingu og hvetur til þess að stofna loftslagsráð sem víðast. Áhersla þeirra er á að styðja leiðtoga í að standa við Parísarsamninginn.
 • Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, verður haldin dagna 31. október til 12. nóvember í Glasgow. Væntingar eru um að með ráðstefnunni takist að endurreisa traust á sameiginlegar alþjóðlegar aðgerðir í loftslagsmálum. Loftslagsráð færir heim fréttir af ráðstefnunni.
 • Orkuspárnefnd Orkustofnunar hefur gefið út nýja eldsneytisspá fyrir tímabilið 2021-2060. Í áliti sem Loftslagsráð sendi frá sér á síðasta ári var bent á veikleika í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum vegna þess að spár um losun í fyrri eldsneytisspá frá 2016 væru úreltar í mikilvægum atriðum.
 • Nú blása UU til þriggja upplýsingafunda á komandi vikum í ljósi stöðu loftslagsmála í heiminum. Fundirnir verða 20. ágúst, 4. september og 22. október. Þeim til halds og traust verða þrír sérfræðingar í loftslagsmálum og sjálfbærni ásamt gestum.
 • Loftslagsbreytingar eru að gerast og þær eru af mannavöldum. Verði ekki gripið til mikils samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda mun viðmiðum Parísarsamkomulagsins ekki verða náð. Stöðva þarf losun svo hlýnun jarðar stöðvist.
 • Öflug þekking og vísindaráðgjöf er mikilvæg til að bæta stefnumótun og ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Loftslagsráð og Stofnun Sæmundar fróða standa að greiningu á stöðunni sem komin er út undir heitinu Þekking í þágu loftslagsmála.
 • Í samtali við sjávarútveg þann 2. júní sl. var leitast við að varpa ljósi á losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi, ástæður fyrir samdrætti á síðustu árum skoðaðar og rætt hvernig auka megi metnað í loftslagsmálum.Margar áhugaverðar og raunhæfar lausnir komu fram um hvernig megi draga úr losun til skemmri og lengri tíma.
 • Loftslagsráð býður aðilum úr sjávarútvegi til samtals og sóknar í loftslagsmálum miðvikudaginn 2. júní kl. 13-14. Markmiðið er að varpa ljósi á sóknarfæri sem felast í krefjandi markmiðssetningu og loftslagsvænum fjárfestingum.
 • Stofnuð hefur verið tækninefnd undir hatti Staðlaráðs sem í munu sitja fulltrúar hagaðila; fyrirtækja, samtaka, stofnana og stjórnvalda og verkefnisstjórn. Hún mun rýna staðla og viðmið um ábyrga kolefnisjöfnun
 • Þörf er á að bregðast hratt við en með langtíma hugsun að leiðarljósi. Sjálfbærni er sjálfsögð. Þörf er á fræðslu. Samvinna er skilyrði.
 • Skrifstofan, sem verður á Veðurstofu Íslands, er sameiginlegur vettvangur háskólasamfélagsins, Rannís, fagstofnana og hagaðila. Þetta var tilkynnt á ársfundi Veðurstofunnar.
 • Loftslagsráð býður til samtals og sóknar í loftslagsmálum miðvikudaginn 5. maí kl. 13.
 • Veðurstofa Íslands vekur athygli á alvarlegu ástandi loftslags jarðar sem lýst er í skýrslu Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar (WMO)
 • Ulla Blatt Bendtsen, yfirmaður alþjóðatengsla hjá danska loftslagsráðinu, Klimarådet, hélt fyrirlestur og síðan fóru fram umræður milli hennar og meðlima í Loftslagsráði.
 • Rýnt verður í fyrirkomulag og reynslu Dana í stjórnun loftslagsmála. Kynning frá Ullu Blatt Jensen, yfirmanni alþjóðatengsla hjá danska loftslagsráðinu, spurningar frá fulltrúum í Loftslagsráði og umræður.
 • Staðlaráð og Loftslagsráð buðu hagaðilum til þátttöku í vinnustofu sem felur í sér samráð um ábyrga kolefnisjöfnun á Íslandi.
 • Loftslagsráð og breska sendiráðið á Íslandi buðu ungum Íslendingum sem starfa á alþjóðavettvangi að hringborði til að deila reynslu sinni og sýn á alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum.
 • Mánudaginn 15. febrúar kl. 15 til 16 halda Loftslagsráð og sendiráð Bretlands viðburð þar sem ungt fólk verður í forgrunni. Með viðburðinum er ætlað að vekja ungt fólk til umhugsunar um hvernig loftslags- og alþjóðamál tvinnast saman, fræða og miðla þekkingu á umfjöllunarefninu.
 • Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar var hald­inn föstu­dag­inn 27. nóv­em­ber. Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs flutti erindi á fundinum undir yfirskriftinni "Loftslagsmálin eru hópíþrótt og liðsandinn skiptir máli".
 • Loftslagsráð og sendiráð Bretlands á Íslandi héldu málfund 10. nóvember sl. undir yfirskriftinni "Loftslagsvænar framfarir í kjölfar COVID-19 - markviss samvinna og kapphlaup við tímann. Tilgangur fundarins var að hvetja til samstöðu og ábyrgðar í viðbrögðum við loftslagsvá og kynna næstu loftslagsráðstefnu SÞ (COP26). Þar koma ríki heims saman til að efla samtakamátt og metnað í loftslagsmálum.
 • Dagana 9.-19. nóvember verður fyrirlestrarröðin Race-to-Zero haldin fyrir tilstilli UNFCCC. Fjallað verður um hvernig er hægt að virkja fyrirtæki, borgir, fjárfesta, einstök svæði og fleiri aðila til að setja sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum.
 • Ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvæg en vandmeðfarin. Loftslagsráð hefur sent frá sér álit um ábyrga kolefnisjöfnun. Í áliti ráðsins kemur fram m.a. að ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvægur þáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi.
 • Loftslagsráð og sendiráð Bretlands á Íslandi bjóða til málfundar um loftslagsmál þriðjudaginn 10. nóvember kl. 14:30 til 16:00 í beinu streymi á netinu. Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum.
 • Á fundi Loftslagsráðs 29. apríl 2020 var samþykkt álit um fyrirliggjandi drög að endurskoðun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.
 • Hvernig ætlar íslenskt samfélag að búa sig undir nýjan veruleika í grænu hagkerfi?
 • Loftslagsráð hefur fjallað um kolefnishlutleysi og tekið saman umræðuplagg um
 • Loftslagsráð lét vinna umræðuplagg um kolefnisjöfnun og innviði kolefnisjöfnunar sem nú hefur verið gefið út.
 • Út er komin umræðuskýrsla um aðlögun vegna loftslagsvár í ljósi stefnumótunar og stjórnarhátta. Þar eru settar fram hugmyndir og tillögur sem ætl
 • Markmið ráðstefnunnar, sem haldin var 19. maí, var að kalla fram viðbrögð við fyrirsjáanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga í þeim tilgangi að auka hæfni samfélagsins til að takast á við þær.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar